Um okkur
Markmið Íslenskrar verslunar.
Íslenskverslun.is er eina íslenska verslunarmiðstöðin á netinu og gefur fyrirtækjum, stórum sem smáum öflugan vettvang til að selja vörur sínar.
Markmiðið hjá íslensk verslun er að samþjappa vefverslunum og verslunum Íslands á einn stað þar sem öllum gefst jafn miklir möguleikar að koma sér á framfæri, byggja sig upp og selja sínar vörur.
Ef þú vilt auka söluna á þínum vörum eða ná auknum sýnileika getur þú skráð þig hjá okkur með einföldum hætti.
Fyrirtækið þitt og vörur verða sýnilegar á vefsíðu okkar og verslun. Þar með geta viðskiptavinir keypt allt á einum stað ásamt því að hafa kost á því að mæta í verslun fyrir þá sem kjósa það heldur.
Hvernig við getum aðstoðað þig við að auka sölu á þínum vörum og hagræða rekstri.
- Selt vörurnar þínar á síðunni okkar þar sem þú getur verið með fulla stjórn yfir þínum vörum, verðum og birgðastöðu.
- Selt vörurnar þínar í verslun okkar í Kringlunni þar sem þú getur leigt þitt eigið pláss og við sjáum um afgreiðslu og afhendingu. Vörur í verslun eru jafnframt aðgengilegar gegnum vefsíðu okkar.
- Látið okkur um dreifingu á pöntunum bæði af okkar síðu og þinni eigin.
- Látið okkur um geymslu á lager.
- Selt okkur vörur í heildsölu sem við síðan kynnum, geymum, seljum og sendum.
- Þú getur sem sagt komið með vörur til okkar og við sjáum um rest :)
Virkni síðunnar fyrir söluaðila.
- Söluaðilar fá sér aðgang að smávefverslun með tengingu við aðalsíðuna þar sem allar vörurnar tvinnast saman eftir flokkum.
- Á smávefverslunarsíðunni er hægt að setja inn sitt logo, banner og texta um starfssemi fyrirtækisins.
- Sett inn og tekið út sínar vörur, uppfært birgðastöðu, breytt verðum, sett inn tilboð, sem síðan uppfærist á aðalsíðunni.
- Geta sett inn sinn sendingarkostnað, auk sett kaupupphæðarmörk sem bíður uppá fría heimsendingu
- Við yfirförum vörur söluaðila í vefverslun og pössum uppá að allt sé með feldu.
- Við auglýsum upp vörur gegnum SEO og Google til að gera þær sýnilegri ef leitað er af slíkum vörum á Google
Verslunin í Kringlunni
Með því að bjóða upp á sölusvæði til leigu er verið að minnka þann fasta kostnað til muna sem kostar hvern aðila að reka sína eigin verslun.
Þarna erum við að deila húsnæðiskostnaðinum niður á söluaðila til að ná sem mestri hagræðingu og skapa þar með öfluga heild og stað sem er gaman að koma á, þar sem fjölbreytnin er mikil og eitthvað fyrir alla.
- Söluaðilum okkar býðst til að leigja pláss í versluninni merkt sínu fyrirtæki.
- Verslunin er staðsett á 1.hæð í Kringlunni á milli Mebu og Bast
- Verslunarrými er um 110 fm með mátunarklefum, lagerrými bakvið, sófar og kaffivél
- Minn rekkarnir eru 100cm x 74cm x 40cm
- Stærri rekkarnir eru 100cm x 180cm x 40cm
- Rúmgott pláss í verslun svo vörurnar fá að njóta sín en það eru um 20 stærri rekkar sem eru við vegg og 12 minni hillur sem eru í miðri verslun og 4 minni hillur sem eru við framglugga verslunar.
- Leigutími miðast við 1. Hvers mánaðar til lok hvers mánaðar
- Svæði bókast í 1-6 mánuði í senn.
- Hálfs rúmmetra lagersvæði fylgir hverju sölusvæði.
- Sölusvæði eru merkt söluaðila með skilti á hillurekka.
- Söluaðilar fá frítt aðgengi af þjófavörunum til að setja á vörurnar sínar bæði til að hefta á fatnað og límmiða sem eru límdir á vörur. Öryggishlið er í verslun og pössum við upp á þjófnað eins og við getum en engin ábyrgð er tekin ef þjófnaður á sér stað á vörum söluaðila.
- Strikamerki verða sett á vörur sem hægt er að búa til á vefsíðu okkar eða notast við núverandi vörumerki á vörunni, hægt er að prenta út strikamerki heima fyrir eða í verslun okkar.
- Við fyllum á sölusvæði ef birgðir eru til staðar á lagersvæði okkar.
Greiðslur
- islenskverslun.is tekur við greiðslum fyrir pantanir og greiðir út á í lok mánaðar að frádreginni söluþóknun.
Tenging gegnum API við vefverslun eða birgðakerfi.
- Auðvelt er að láta islenskverslun kerfið lesa af núverandi vefverslun söluaðila með API tölu sem er hægt að stofna auðveldlega í flestum vefverslanakerfum.
- Með því uppfærast allar upplýsingar sjálfkrafa á milli. Nýjar vörur, verð, tilboð og birgðastaða.
Upplifun viðskiptavina.
Upplifun viðskiptavina verður svipuð eins og á Amazon.com þar sem allt er á einum stað. Þeir geta sett vörur á óskalista í mismunandi flokkum og áframsent lista til annarra eins og afmælis- , jóla- eða brúðkaupslista.
- Hagkvæmari sendingarkostnaður.
- Geta skráð sig inn með Facebook.
- Keypt og sent gjafabréf.
- Geta skoðað hvern söluaðila fyrir sig.
- Geta fengið sendan póst þegar vara verður aftur fáanleg.
- APP sem hægt er að sækja í android og iphone. Appið er beintengt síðunni.
Pantanir, dreifing og sendingamöguleikar
- Viðskiptavinir geta keypt vörur frá mörgum söluaðilum í sömu pöntun, söluaðilar fá tölvupóst um pöntun og annaðhvort geta söluaðilar sent sjálfir, eða látið okkur sjá um dreifinguna. En með því fæst hagkvæmari sendingakostnaður og tímasparnaður fyrir söluaðila
- Ef þú ert með verslun á landsbyggðinni þá sérð þú um þínar sendingar sjálfur og getur valið hvað sendingin kostar og hvort hún sé frí ef keypt er yfir ákveðna upphæð af þínum vörum.
- Ef þú ert með vörur í Kringlunni þá greiðir þú ekkert sendingargjald fyrir vörur sem eru seldar á islenskverslun.is, við tökum pantanirnar saman, sameinum þær í einn pakka og komum þeim til skila til viðskiptavinar eða viðskiptavinur getur sótt pöntunina í Kringluna.
- Ef þú ert með verslun á höfuðborgarsvæðinu þá bjóðum við upp á að sækja vörurnar til þín þegar pöntun á sér stað sem inniheldur þínar vörur, tökum ákveðið skutlgjald sem er um 950 kr auk vsk í hvert skipti sem við komum og sækjum vörur til þín, inn í því gjaldi er allur sendingakostnaður innifalinn. En við komum á um tveggja daga fresti ef pantanir hafa verið gerðar gegnum islenskverslun.is nema annað sé óskað.
- Bjóðum við jafnframt upp á að taka í leiðinni pantanir af þinni eigin vefverslun og koma þeim til skila en þá er farið eftir verðskrá dreifingaraðila en slíkt myndi kosta um 1900 kr +vsk
Söluþóknun.
Til þess að við getum þjónustað söluaðila og viðskiptavini sem best tökum við söluþóknun milli 10-15% hvort sem vara er í vefverslun okkar eða í verslun okkar í Kringlunni.
- Söluþóknun leggst aðeins á seldar vörur sem er 15%
- Söluþóknun á tilboðsdögum er 10% en þarna erum við að koma til móts við söluaðila ef þeir vilja taka þátt í tilboðsdögum Kringlunnar eða ákveðnum netútsölum.
ÞJÓNUSTULEIÐIR
Þjónustuleið 1 netverslun
- Þú getur skráð þínar vörur á islenskverslun.is frítt
- Færð þitt eigið vefverslunarsvæði með logo og upplýsingum um þinn rekstur
- Sérð um sendingar sjálf/sjálfur af pöntunum sem berast gegnum islenskverslun.is
- 15% söluþóknun af vörum sem seljast gegnum síðuna okkar.
- Þú færð tölvupóst um leið og pöntun á sér stað
- Greitt út mánaðarlega fyrir sölur að frádreginni söluþóknun
Þjónustuleið 2 netverslun
- Bætist við þjónustuleið 1
- Þú getur sett inn inn möguleika á þinni vefverslun að hægt sé að sækja vörur í íslensk verslun Kringlunni. 1 hæð milli Mebu og Bast næsta virka dag eftir hádegi.
- Þú myndir þá skutla pöntunum til okkar og við afhendum þær viðskiptavinum þínum.
- Greitt er 300kr + vsk fyrir hverja afhendingu og gert upp í lok mánaðar.
- Getur þá líka komið með pantanir af þinni síðu til okkar og pósturinn sækir á hverjum degi kl 14 og kemur þeim til skila.
Þjónustuleið 3 netverslun
- Bætist við þjónustuleið 2
- Þú getur fengið lagerpláss hjá okkur og við hýsum lagerinn þinn og afhendum þínar pantanir og tökum saman þær pantanir sem eiga að fara í póst.
- Verð á lagerhillu sem er 100x40x60 er 19.000Kr + vsk
- 12.000 Kr fyrir auka lagerhillupláss.
- Afhendingargjald á stakar pantanir falla niður.
Þjónustuleið 4 Verslun í Kringlunni
- Þú getur leigt hillupláss í verslun okkar í Kringlunni.
- 35.000 + vsk fyrir 100x75x40 hillu í verslun.
- 60.000 + vsk fyrir tvær 100x75x40 hillur í verslun.
- 48.000 + vsk fyrir 100x180x40 vegg rekka í verslun.
- Merkingar á sölusvæði.
- Vörur sýnilegar á Kringlan.is vefleitarkerfinu.
- Fylgir með lagerhilla bakvið 100x40x60 fyrir auka vörur.
- 9.000 kr fyrir auka lagerhillu + vsk á mánuði.
- Þú getur leyft viðskiptavinum þínum að sækja pantanir til okkar.
Þjónustuleið 5 Verslun í Kringlunni
- Þú getur látið okkur fá aðgang að vefverslunarkerfinu þínu og við sjáum um allar pantanir og þjónustu kringum vefverslunina þína.