IV-GROUP

Erum að vinna í því að útbúa samvinnuhóp undir nafninu IV-GROUP að því markmiði að auka hagkvæmni hópsins.

Geta því aðstoðað og gengið frá öllum helstu atriðum og vandamálum sem tengist íslenskum rekstri.


Fjármál

Verðum með bókara og endurskoðendur á skrá sem geta aðstoðað við

 • Stofnun fyrirtækja
 • Virðisaukaskattskil
 • Launagreiðslur
 • Bókhald
 • Ársreikningagerð


Birgðahald og Dreifing

Getum aðstoðað við póstdreifingu og fengið betri kjör heldur boðið er uppá í dag.

 • Sækjum vörur sem eru pantaðar á islenskverslun.is. Sameinum pantanir í einn pakka og minkum þannig sendingakostnað
 • Sækjum vörur sem pantaðar eru á núverandi vefverslun og komum þeim til skila upp á pósthús eða aðra dreifingarstöð, semjum um lægri sendingarkostnað, lækkum sendingakostnað og losum um þar kvaðir að þurfa að skutla upp á pósthús
 • Birgðageymsla á lager og utanumhald á pöntunum


Markaðsmál

Getum aðstoðað fyrirtæki að kynna upp vörur og fyrirtækið

 • Ljósmyndun og myndvinnsla
 • Samstarf með áhrifavöldum á snapchat og instagram
 • Reglulegar samkomur til að auka tengslanet með hópi sem er í sama geira
 • Þátttaka í reglulegum vefmörkuðum


Vinnurými

Erum að vinna í því að velja okkur húsnæði þar sem allir geta verið með sitt skrifstofurými og vörugeymslu og sameiginlegt fundar og kaffiaðstoðu.

Alltaf skemmtilegra að vera innan um aðra og fengið aðstoð við hin ýmsu málefni.
  
Social Messaging