Afhverju ætti maður að skipta yfir í bambus tannbursta? Tannlæknar mæla með því að fólk skipti út tannburstanum sínum á u.þ.b 3 mánaða fresti og er því betra fyrir umhverfið að nota tannbursta sem búinn er til úr náttúrulegum og niðurbrjótanlegum efnum frekar en plasti sem tekur hátt upp í 1000 ár að brotna niður. Eftir öll þessi ár sem það tekur plastið að brotna niður, þá hverfur plastið aldrei heldur verður að microplastic einingum sem lifa áfram í náttúrunni og menga sjóinn okkar og umhverfi.
Bambus er líka þekkt fyrir að vera náttúrulega antimicrobial.
Hvað geri ég við tannburstann eftir hans lífitíma? Við hvetjum þig til að taka hárin af skaftinu og setja skaftið í lífrænt og hárin í almennt sorp. Ef þú átt ekki töng þá eru sumir sem brjóta hausinn af. Þú getur einnig endurnýtt tannburstann (skaftið) í ýmislegt; til dæmis í garðinum við að þekkja gróðurinn sem þú ert að rækta í sundur!