Mjúkur Bambursti / BLEIKUR

Tropic Fyrirspurnir

590  kr.

GLÆNÝ hönnun af Tropic bamburstum er LOKSINS mætt!

Bamburstarnir eru með hringlaga bambus skafti sem er gert úr lífrænum bambus og með mjúkum hárum sem eru unnin úr laxerolíu en laxerolía er náttúruleg grænmetisolía. Hárin sem og bamburstinn í heild er auðvitað 100% vegan, framleiddur á siðferðislegan máta og án BPA.

Tannburstarnir eru framleiddir með það í huga að maður nái góðri burstun án þess að meiða viðkvæmt tannhold. Hárin eru lengri efst og neðst á hausnum sem gerir hárin bylgjulaga.

Reynið að halda tannburstanum frá því að liggja lengi í bleyti. 
N/A
N/A
N/A
+

Afhverju ætti maður að skipta yfir í bambus tannbursta? Tannlæknar mæla með því að fólk skipti út tannburstanum sínum á u.þ.b 3 mánaða fresti og er því betra fyrir umhverfið að nota tannbursta sem búinn er til úr náttúrulegum og niðurbrjótanlegum efnum frekar en plasti sem tekur hátt upp í 1000 ár að brotna niður. Eftir öll þessi ár sem það tekur plastið að brotna niður, þá hverfur plastið aldrei heldur verður að microplastic einingum sem lifa áfram í náttúrunni og menga sjóinn okkar og umhverfi.

Bambus er líka þekkt fyrir að vera náttúrulega antimicrobial.

Hvað geri ég við tannburstann eftir hans lífitíma? Við hvetjum þig til að taka hárin af skaftinu og setja skaftið í lífrænt og hárin í almennt sorp. Ef þú átt ekki töng þá eru sumir sem brjóta hausinn af. Þú getur einnig endurnýtt tannburstann (skaftið) í ýmislegt; til dæmis í garðinum við að þekkja gróðurinn sem þú ert að rækta í sundur!

Umbúðirnar eru gerðar úr einungis 100% endurunnum kraft pappír og engar áhyggjur, þú færð tannburstana ekki pakkaða inn í neitt plast

  
Social Messaging